Húsreglur

Almennar reglur og leiðbeiningar:

 

Leigjandi og gestir skulu ganga vel um hús og umhverfi og ræsta húsið sérstaklega vel við brottför og sjá til þess að hver hlutur sé á sínum stað.

Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins á leigutíma og skuldbindur sig til að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða gesta hans.

Leigjandi hefur með sér sængurver, lök, handklæði, viskustykki, borðtuskur og annað lín.

Leigjandi útvegar daglegar pappírsvörur

Slökkvitæki er í anddyri og eldvarnarteppi í eldhúsi. Gestir eiga að kynna sér notkun búnaðar við komu.

Leigjandi skal virða þær reglur er gilda á skiptadegi, þ.e. að losa húsið ekki seinna en kl.14:00 en komutími í húsið er kl. 15:00

Athugið að reykingar eru stranglega bannaðar í húsinu á einnig við rafrettur og ef reykt er utandyra vinsamlega hafa ílát undir stubba.

Þegar gashella/-ofn er notuð skal hafa glugga opna.

Skráið afla í veiðibók.
Vinsamlegast virða veiðimörk sem eru merkt við landamerki Hraunholta

Aðgerð á afla óheimil við húsið og við bendum á að það er aðgerðarborð við gamla kamarinn en vinsamlegast takið slor með í burtu og hendið í næsta ruslagám

Gæludýr eru óheimil í Jónsbúð en hundar mega vera við vatnið undir öruggri stjórn

Ath.
Þrátt fyrir gasskynjara í húsinu skulu gestir hússins alltaf sofa með
Einhvern/einhverja glugga opna. Slys gera aldrei boð á undan sér.

Auka gaskútur er í húsinu, ef að kútur tæmist. Vinsamlegast látið vita eða komið með tóman kút í Borgarnes til Valdimars í síma 8478324 eða Victors 6956941


Við brottför úr Jónshúsi: Þrífa skal húsið vel, vaska upp og taka allt matarkyns úr húsinu ,Gólf þrifin með rökum klút og strokið af húsgögnum , Skilja innihurðir eftir opnar , sorp skal losa í næsta ruslagám.


Góða skemmtun kveðja Húsnefndin.

Karfan mín
Scroll to Top