UM FÉLAGIÐ

Stangveiðifélagið

Stangaveiðifélag Borgarness er félagsskapur áhugamanna um stangaveiði. Eftir áralangan dvala var félagið endurvakið árið 2006. Megintilgangurinn með endurvakningu félagsins var að gera það fjölskylduvænna með því að auka aðgengi að veiðistöðum þar sem fjölskyldur geta farið saman til veiða. Einnig að beina ungu fólki að stangveiði um leið og gæta hagsmuna Borgnesinga í sambandi við veiði í nágrenni Borgarness.

 

Árum áður var félagið með víðfrægar laxveiðiár á leigu; Miðfjarðará, Hofsá í Vopnafirði og Þverá í Borgarfirði en á seinni árum hefur félagið minnkað við sig og verið með ýmis vötn í sinni umsjón. Þau eru Langavatn á Mýrum, Hólmavatn/Lambá í Hvítársíðu og á síðustu misserum hið fallega Hlíðarvatn í Hnappadal þar sem hægt er að ná sér í bleikju og urriða. 

 

Félagið hefur einnig til ráðstöfunar fyrir félagsmenn hið víðfræga veiðisvæði Seleyrina, þá fyrir landi Hafnar II og Borgarbyggðar en um það var gerður samningur á fyrsta áratug þessarar aldar. Þar veiðist töluvert af sjóbirting ásamt einhverri bleikju, en veiðimönnum er uppálagt að sleppa allri ósærðri bleikju aftur sökum bágs ástands Hvítárbleikjunnar.

 

Einnig hefur félagið veiðileyfi til sölu til félagsmanna í Hlíðarvatni í Hnappadal, þá í landi Hraunholta. Þar má svo finna huggulegan veiðikofa, sem ber nafnið Jónsbúð, og hægt er að leigja hann af félaginu.

 

Starfsemi félagsins

Félagið heldur opin hús yfir vetrartímann sem jafnan eru nýtt til að hittast og hnýta flugur, horfa á veiðimyndir og jafnvel bara fá sér kaffi saman. Hefur félagið haft afnot af kaffistofu Límtrés/Vírnets og kann stjórnin þeim miklar þakkir fyrir að leyfa félagsmönnum að hittast í húsnæði þeirra. Aðstöðuleysi félagsins hefur reynst erfiður ljár í þúfu og bindur félagið vonir við að vandamálið muni leysast fyrr en síðar. Fyrir utan opnu húsin hefur félagið haldið 

Stjórn félagsins

Valdimar Reynisson

Formaður

Victor P Rodriguez

Gjaldkeri

Kolbrún Óttarsson

Vara gjaldkeri

Pavle Estrajher

Ritari

Ingi Björn Ragnarsson

Meðstjórnandi

Gerast félagsmaður

Það er einfalt og aðeins 4.500 kr. árið.

Karfan mín
Scroll to Top