Stangaveiðifélag Borgarness, Flughnýtingar á Vesturlandi og Grillhúsið í Borgarnesi, halda sameiginlegt fluguhnýtingarkvöld mánudaginn 10. mars í litla salnum í Grillhúsinu. Kristján Friðrikson og Helga Gísladóttir mæta og miðla af sinni reynslu. Það eru allir velkomnir á þetta kvöld og hvetjum við áhugasama sérstaklega konur, börn og unglinga til að mæta, Fluguhnýtingar henta flestum aldurshópum. þeir sem eru vanari eru boðnir og búnir að leiðbeina nýliðum og áhugsömum. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin